Leikgleði - 50 leikir

Námsleikir Leik gleði 1. Steinaldarmenn Stutt lýsing: Börnin búa til listaverk úr efniviði sem þau safna sjálf. Námsmarkmið: • Þjálfun grunnhreyfinga • Líkamsvitund • Líkamshreysti • Efla skynþroska • Læra að nýta efnivið náttúrunnar til leiks • Læra heiti á efnivið í náttúrunni • Læra að bera saman lögun og stærð • Læra að gönguferð er líka hreyfing • Samvinna • Sköpunargleði Hvar: Á opnu svæði þar sem stutt er í náttúrulegan efnivið. Hvenær: Allt árið um kring. Tími: Ótakmarkaður. Fjöldi: Ótakmarkaður. Undirbúningur: Minni en 10 mínútur. Áhöld: Í byrjun fá börnin fyrirmæli um að finna til ákveðinn efnivið. Dæmi: 10 litlar trjágreinar, 10 litla steina (ekki stærri en þumall), 4 stóra steina (ekki stærri en lófi), 9 laufblöð og 6 köngla. Hvernig: Þegar hver hópur hefur fundið tilætlaðan efnivið hefst leikurinn. Stjórnandi gefur fyrirmæli um hvað börnin eigi að útbúa úr því efni sem þau fundu. Hugmyndaflug og sköpunargleði fær að njóta sín. Engin ein útfærsla er rétt. Ekki má nota neitt annað en það sem stjórnandi nefndi í fyrirmælum sínum nema þó að draga línur í mold, sand eða grasið þar sem myndin er útbúin. Dæmi um verk sem nemendur geta búið til er brú, skrímsli, hundur, Íslandskort en allt fer það eftir aldri þeirra hverju sinni. Útfærsla: Stjórnandi getur valið þemu leiksins eftir aldri og getu barnanna. • Sýna nemendum myndir af því sem þeir eiga að útbúa í hverri umferð. • Nota form eða dæmi í stærðfræði, dýr úr náttúrufræði, lögun landa eða hvað sem verið er að læra hverju sinni og móta mynd út frá því.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=