Leikgleði - 50 leikir
Leik gleði með jafnvægisskyni en það er staðsett í innra eyra. Það gerir okkur kleift að skynja aðdráttarafl Jarðar og áhrif þess á okkur, hreyfingu eða kyrrstöðu, hversu hratt við förum og að skynja í hvaða stefnu við förum miðað við umhverfið. Jafnvægisskynið samhæfir hreyfingu augna, höfuðs og líkama og hefur einnig áhrif á vöðvaspennu í líkamanum og þar af leiðandi líkamsburði. með snertiskyni en það skynjar áreiti á húðina. Það skiptist í yfirborðssnertiskyn og djúpsnertiskyn. Ákveðið jafnvægi verður að vera á milli þessara þátta til þess að rétt viðbrögð fáist við mismunandi áreiti. Snertiskyn skynjar áreiti á húð- ina, staðsetur snertinguna, skynjar áferð mismunandi hluta og greinir á milli hita og kulda. Samvinnuæfingar af ýmsum toga eru hentugar í þessu samhengi. með vöðva- og liðamótaskyni en það skynjar stöðu og hreyfingar vöðva og liðamóta. Líkamsvitund, rúmskyn, jafn- vægi og sjónskyn eru þættir sem hafa áhrif á vöðva- og liðamótaskyn. Hægt er að örva það með ýmsum hreyfingum og líkamsstöðum þar sem virkni líkamans er höfð til hliðsjónar. með rúmskyni en það felur í sér hæfni til að skynja áttir, stöðu, lögun og umfang eigin líkama og fyrirbæra í rýminu. Rúmskyn felur einnig í sér að meta fjarlægðir og átta sig á vegalengdum. með lyktar- og bragðskyni sem eru nátengd fyrirbæri og mjög næm skynfæri. Það fer þó eftir því um hvaða efni er að ræða hverju sinni hversu næm þau eru. Bæði þroskast snemma á ævinni en eftir því sem barnið eldist fær það sífellt meiri reynslu fyrir bæði lyktar- og bragðskynið. Líkamshreysti Í samspili við skynþroska eflast líkamlegir þættir barnsins en það er þol, styrkur, hraði, samhæfing og liðleiki. Leikir eru sérstaklega ákjósanlegir til að efla alla líkamlega þætti barna og auka hreysti þeirra. Þol eflist markvisst í leikjum og börn gera sér sjaldnast grein fyrir því að þau séu að hlaupa mikið því leikurinn á hug þeirra allan. Aðrir líkamlegir þættir þjálfast einnig á leikrænan máta þar sem börnin eru að nota allan líkama sinn. Hlut- verka- og ímyndunarleikir eru tilvaldir til að þjálfa hreysti barna en þá bregða þau sér í hin ýmsu hlutverk sem reyna á allan líkamann, styrkja hann, liðka, samhæfa og auka liðleika. Mikilvægt er að stjórnendur leikja fylgist vel með því að börnin séu að gera sitt besta og öðlist þannig bætta færni í grunnhreyfingum sem hefur áhrif á líkamshreysti og skynþroska þeirra. Þeir hvetji börnin til að fylgja leikreglum og til að nota bæði hægri og vinstri hlið líkamans til að bæta samhæfingu sína. Í lok hvers leiks er mikilvægt að taka leikrænar liðleikaæfingar þar sem unnið er með spennu og slökun. Hvatning og hrós í leikjum getur skapað jákvæðan anda auk þess sem upplifun barnanna af leiknum verður jákvæðari. Leggið áherslu á hrós, hvatningu, leikgleði og jákvæðni og hvetjið börnin til að gera slíkt hið sama við hvert annað.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=