Leikgleði - 50 leikir

Leik gleði Grunnhreyfingar Hreyfingar okkar eru byggðar á grunnhreyfingum sem allar fela í sér notkun líkamans á einn eða annan hátt með því að beita fótleggjum, handleggjum, bol og/eða höfði. Aukin færni eykst með auknum þroska. Hreyfifærni barna er í flestum tilvikum svipuð en sum börn þurfa hinsvegar örvun og ögrun við ákveðnar hreyfingar til að öðlast betri færni og stjórnun líkamans og þannig að bæta hreyfifærni sína. Grunnhreyfingar okkar eru að snerta, velta sér, rúlla, skríða, ganga, hlaupa, klifra, hanga, sveifla, hoppa, stökkva, kasta, grípa og rekja. Flóknari hreyfimynstur og sérhæfðari hreyfingar byggja á grunnhreyfingum okkar sem við komum til með að mæta í leik, starfi og tómstundum alla ævi. Grunnhreyfingum má skipta upp í þrjá hópa: 1) Líkamsstjórnun – felur í sér stjórn líkamans bæði í kyrrstöðu og á ferð. Sem dæmi má nefna jafnvægi, að rúlla sér, stoppa sig af, lendingar, að beygja sig, teygja sig, sveifla sér, snúa sér og klifra. Ýmiskonar jafn- vægisæfingar fela í sér mikla stjórn líkamans og þjálfast með aukinni færni, s.s. jafnvægi á öðrum fæti, ganga á ójöfnu undirlagi og klifur. 2) Færsla líkamans á ferð – felur í sér færslu líkamans frá einum stað til annars, upp, niður og til hliðanna. Sem dæmi má nefna; að skríða, ganga, hlaupa, hoppa, stökkva, valhoppa og synda. Ýmiskonar færslur má svo framkalla við hvern þátt svo sem mismunandi tegundir að hoppa og stökkva á öðrum fæti eða báð- um með stefnubreytingum og stoppum. 3) Stjórnun líkamans með hlut – felur í sér að stjórna hlut með hönd- um eða fótum eins og bolta, hring, baunapoka, böndum eða nátt- úrulegum efnivið. Sem dæmi má nefna að kasta, grípa, kýla, sveifla, drippla, rekja og rúlla. Ýmiskonar flóknari hreyfimynstur þjálfast með aukinni færni og sérhæfingu, s.s. ólíkar kasttegundir, hvernig rekja megi bolta og tækni í hreyfingum. Skynþroski Hreyfing er ákjósanleg til að efla skynþroska barna en fjölbreytt hreyfing og mismunandi undirlag eflir hreyfifærni þeirra. Skynþroski er háður örvun skynfæra eða samspili ólíkra skynfæra á sama tíma. Skynþroski eflist með mismunandi áreiti sem berst til skynfæra líkamans: með heyrnarskyni en það skynjar heyrnaráreiti. Hægt er að örva það með fjölbreyttum hljóðum, s.s. klöppuðum eða slegnum takti, tónlist og talmáli. Annaðhvort ein(n) eða í hópi. með sjónskyni en þá er átt við skynjun sjónáreita. Það getur m.a. verið skynjun hluta í umhverfinu og skynjun á hraða hreyfinga. Einnig skynjun á fjarlægð, hraða, forgrunn, bakgrunn, stærð, hlutföll, lögun og liti. Sjónskyn er örvað með kyrrstæðum sjónáreitum og sjónáreitum á hreyfingu. hlaupa snerta hanga skríða velta sér hoppa grípa stökkva rekja klifra rúlla sveifla kasta ganga

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=