Leikgleði - 50 leikir
Hreystileikir Leik gleði 50. Heilsutoppar Stutt lýsing: Tvö til þrjú börn reyna að ná hinum börnunum. Ef barn er klukkað fer það til stjórnanda og gerir hreystiæfingu. Námsmarkmið: • Þjálfun grunnhreyfinga • Líkamsvitund • Líkamshreysti • Efla skynþroska • Stærðfræði Hvar: Hvar sem er á opnu svæði. Hvenær: Allt árið um kring, mjög gaman í snjó. Tími: Ótakmarkaður. Fjöldi: Ótakmarkaður. Undirbúningur: Minni en 10 mínútur. Áhöld: Stjórnandi útbýr hreystiverkefni eftir aldri og getu barnanna. Ágætt að útbúa spjöld með fyrirmælum og eða myndum. Hvernig: Stjórnandi velur tvö til þrjú börn sem byrja á því að elta hin börnin. Ef barn er klukkað kemur það út fyrir völlinn til stjórnanda, framkvæmir hreystiverkefni og fer aftur í leikinn. Ef barnið er klukkað aftur fer það út fyrir völlinn til kennara, framkvæmir hreystiverkefni aftur en tvöfaldar það sem gert var í fyrra skiptið og þrefaldar í þriðja skiptið. Dæmi: 1. Eitt froskahopp – eitt englahopp – ein hnébeygja 2. Tvö froskahopp – tvö englahopp – tvær hnébeygjur 3. Þrjú froskahopp – þrjú englahopp – þrjár hnébeygjur Útfærsla: Stjórnandi getur útfært leikinn eftir aldri og getu barnanna. • Hafa fleiri sem elta og auka þannig virknina. Börnin geta þá t.d. gert verkefnin þar sem þau eru klukkuð. • Nota má allskyns hreystiæfingar en aðalmálið er að fjölga verkefnum við hvert klukk. • Nota stærðfræðidæmi sem verkefni til að leysa. • Fjölga endurtekningum hjá þeim eldri, gera 5 hreystiæfingar við fyrsta klukk, því næst 10 og að lokum 15. • Nota má teninga til að fá fjölda endurtekninga á hreystiæfingum.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=