Leikgleði - 50 leikir

Hreystileikir Leik gleði 49. Stafa klukk Stutt lýsing: Börnin vinna mikið með bókstafi og orð í þessum leik. Þau móta stafi með líkamanum og fá frelsi með því að nota orð sem hefst á sama staf. Námsmarkmið: • Þjálfun grunnhreyfinga • Líkamsvitund • Líkamshreysti • Efla skynþroska • Efla eftirtekt • Efla sköpunargleði • Efla hugmyndaflug • Læsi Hvar: Hvar sem er. Hvenær: Allt árið um kring. Tími: Ótakmarkaður. Fjöldi: Ótakmarkaður. Undirbúningur: Minni en 10 mínútur. Áhöld: Engin. Hvernig: Stjórnandi byrjar á því að velja bókstaf til að vinna með hverju sinni. Því næst velur stjórnandi tvö til þrjú börn til að byrja að elta (fer eftir fjölda nemendahópsins hverju sinni). Velji stjórnandi bókstafinn A, eiga þau sem elta að segja A þegar þau ná einhverjum. Þá á það barn að forma A með líkama sínum í liggjandi eða standandi stöðu. Til að fá aftur frelsi, hleypur annað barn til þess og þá á sá sem er A að nefna orð sem byrjar á bókstafnum A. Útfærsla: Stjórnandi getur útfært leikinn eftir aldri og getu barnanna. • Börnin tákna hástafi eða lágstafi. • Segja þarf nokkur orð sem byrja á A til að fá frelsi. • Fara í leikinn í tungumálatíma. Stórt L

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=