Leikgleði - 50 leikir

Hreystileikir Leik gleði 48. Froskur – Könguló – Storkur Stutt lýsing: Þrjú börn eru valin til að vera froskur, könguló og storkur. Hin börnin reyna að komast hjá því að þau nái þeim. Þegar þeim er náð herma þau eftir því dýri sem klukkaði þau þar til þau eru frelsuð. Námsmarkmið: • Þjálfun grunnhreyfinga • Líkamsvitund • Líkamshreysti • Efla skynþroska • Efla eftirtekt • Efla sköpunargleði • Efla hugmyndaflug Hvar: Hvar sem er. Hvenær: Allt árið um kring. Tími: Ótakmarkaður. Fjöldi: Ótakmarkaður. Undirbúningur: Minni en 10 mínútur. Áhöld: Engin. Hvernig: Stjórnandi velur þrjú börn sem byrja að elta. Eitt barn er froskur, annað könguló og það þriðja storkur. Þau hlaupa um og reyna að klukka hin börnin. Þegar þau klukka barn segja þau nafnið á því dýri sem þau eru og þá á barnið að líkja eftir því dýri, þ.e. hoppa eins og froskur, ganga eins og könguló eða standa á öðrum fæti eins og storkur. Frjálst barn getur komið því til bjargar með því að gera sömu hreyfingu við hlið þess. Barnið heldur þá áfram í leiknum. Útfærsla: Stjórnandi getur útfært leikinn eftir aldri og getu barnanna. • Bæta við dýrum eða hafa færri dýr. • Eitt dýr eltir í einu og börnin verða að veita því athygli hver er að klukka hverju sinni. • Merkja hvert dýr með lit, t.d. nota vesti eða bönd.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=