Leikgleði - 50 leikir
Hreystileikir Leik gleði 47. Ruglum saman Stutt lýsing: Leikur sem reynir á þol og hugmyndaflug. Börnin fylgja fyrirmælum og hreyfa sig á fjölbreyttan hátt. Námsmarkmið: • Þjálfun grunnhreyfinga • Líkamsvitund • Líkamshreysti • Efla skynþroska • Athygli • Sköpunargleði Hvar: Hvar sem er en skemmtilegast á grónu svæði eða ójöfnu undirlagi. Hvenær: Allt árið um kring. Tími: Ótakmarkaður. Fjöldi: Ótakmarkaður. Undirbúningur: Stjórnandi getur sjálfur útbúið miða með fyndnum fyrirmælum eða látið nemendur skrifa eða teikna þau á miða. Áhöld: Miðar með skemmtilegum fyrirmælum sem kennari og/eða nemendur útbúa. Hvernig: Þennan leik má leika hvar sem er og hvenær sem er en ögrar jafnvægi enn meira ef hann er í ólíku undirlagi. Leikinn má bæði leika á staðnum eða á hreyfingu, allt eftir svæði hverju sinni og vali. Dæmi um fyrirmæli „skokka um eins og risastór björn“, „ganga um eins og þú værir að ganga í sultu“, „þú ert poppkorn í potti“ „þú ert pensill hjá listmálara“, „þú ert blaðra sem svífur um loftið“, „þú ert hundur að koma inn úr rign- ingu“. Stjórnandi dregur einn miða í einu og les upp. Börnin gera þá hreyfingu sem fram kemur á miðanum. Útfærsla: Stjórnandi getur útfært leikinn eftir aldri og getu barnanna. • Mikilvægt er að láta hugmyndaflugið ráða för og finna æfingar sem þjálfa líkamann á mismunandi hátt. • Skemmtilegast er að fá hugmyndir frá börnunum til að örva sköpun og hugmyndaflug. • Eitt barn dregur miða og líkir eftir því sem þar kemur fram. Hin börnin giska á eftir hverju það er að líkja. Ganga um eins og þú sért að ganga í sultu
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=