Leikgleði - 50 leikir

Hreystileikir Leik gleði 46. Form og frumlegheit Stutt lýsing: Leikurinn reynir talsvert á athygli og sköpunargleði barnanna. Þau fylgja fyrirmælum stjórnanda en hafa frjálsar hendur hverju sinni. Námsmarkmið: • Þjálfun grunnhreyfinga • Líkamsvitund • Líkamshreysti • Efla skynþroska • Athygli • Samvinna • Sköpunargleði Hvar: Hvar sem er en skemmtilegast á grónu svæði eða ójöfnu undirlagi. Hvenær: Allt árið um kring. Tími: Ótakmarkaður. Fjöldi: Ótakmarkaður. Undirbúningur: Minni en 10 mínútur. Áhöld: Engin. Hvernig: Börnin fá í upphafi leiks númer sem þau þurfa að muna allan leikinn. Ágætt er að hafa jafnan fjölda á bakvið hvert númer. Stjórnandi gefur fyrirmæli um form og þá eiga börnin, sem hafa sömu númer, að vera eins snögg og þau geta að útbúa formið í sameiningu og nota til þess líkama sína. Dæmi um form sem stjórnandi getur kallar upp eru: hringur, kassi, ferhyrningur, þríhyrningur, fimmhyrningur. Þegar liðin hafa útbúið formið kallar stjórnandi aftur t.d.„númer 1 krabbar“ og þá leika börnin sem eru númer 1 krabba í 15-20 sekúndur. Þá kallar stjórnandi lið 2 til leiks og lið 1 hættir. Þegar öll liðin hafa leikið krabba, kallar stjórnandi annaðhvort fram næstu hreyfingu eða nýtt form. Börnin þurfa að nýta skynfærin sín til að bregðast skjótt við næstu fyrirmælum. Útfærsla: Stjórnandi getur útfært leikinn eftir aldri og getu barnanna. • Yngri nemendur geta leikið dýr. • Eldri nemendur gera hreystiæfingar. • Stytta hvíldartímann með því að kalla númerin örar. • Nota bókstafi sem þarf að útbúa í stað forma. Númer 2, þríhyrningur

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=