Leikgleði - 50 leikir

Hreystileikir Leik gleði 45. Hver passar mér Stutt lýsing: Leikurinn eflir tjáningu og eftirtekt barnanna. Þau reyna að finna annað barn sem passar við þá lýsingu sem kennari gefur fyrirmæli um. Námsmarkmið: • Þjálfun grunnhreyfinga • Líkamsvitund • Líkamshreysti • Efla skynþroska • Athygli • Tjáning • Sköpunargleði Hvar: Hvar sem er en skemmtilegast á grónu svæði eða ójöfnu undirlagi. Hvenær: Allt árið um kring. Tími: Ótakmarkaður. Fjöldi: Ótakmarkaður. Undirbúningur: Minni en 10 mínútur. Áhöld: Engin, nema þá helst eitthvað til að merkja miðju vallar. Hvernig: Börnunum er skipt í tvö jöfn lið sem koma sér fyrir sitt við hvorn enda á velli með skýrri miðju. Stjórnandi gefur hin ýmsu fyrirmæli (sjá dæmi hér að neðan) og eiga börnin þá að hlaupa að miðju og finna einhvern sem„passar þeim“. Þegar þau hafa fundið viðkomandi þá slá þau á lófa hvors annars og klára fyrirmæli kennara, að gera ákveðna hreystiæfingu, áður en þau hlaupa til baka í upphafsstöðu. Dæmi um fyrirmæli: Útfærsla: Stjórnandi getur útfært leikinn eftir aldri og getu barnanna. • Enginn verður úr í leiknum en sá sem ekki nær að finna einhvern sem passar sér getur til dæmis fengið að velja hreystiverkefni fyrir næstu umferð. Finndu einhvern sem ... • er jafn hár og þú • á afmæli í sama mánuði og þú • byrjar á sama bókstaf • er í eins lituðum sokkum/skóm/peysu ... • á jafn mörg systkini og þú • getur hreyft á sér eyrun eins og þú • ... Gerið eftirfarandi æfingu ... • 10 kviðæfingar • 10 armbeygjur • 10 hnébeygjur • 10 englahopp • 10 froskahopp • 10 hopp í 180° • 20 háar hnélyftur • ... Finndu einhvern sem er í eins lituðum sokkum og þú

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=