Leikgleði - 50 leikir
Hreystileikir Leik gleði 44. Löndin mín Stutt lýsing: Börnin velja sér „lönd“ og gefa þeim númer en þau geta verið t.d. staur, bekkur, tré eða pollur. Þau leggja á minnið hvar þeirra lönd eru og því reynir leikurinn talsvert á minni þeirra og eftirtekt. Börnin hlaupa síðan á milli landa þegar stjórnandinn nefnir númer. Námsmarkmið: Námsmarkmið: • Þjálfun grunnhreyfinga • Líkamsvitund • Líkamshreysti • Efla skynþroska • Sköpunargleði • Minnistækni Hvar: Hvar sem er en skemmtilegast á grónu svæði. Hvenær: Allt árið um kring. Tími: Ótakmarkaður. Fjöldi: Ótakmarkaður. Undirbúningur: Minni en 10 mínútur. Áhöld: Engin. Hvernig: Í upphafi velja börnin sér nokkur lönd og gefa þeim númer, fjöldi landa fer eftir aldri og þroska barnanna. Þau þurfa ekki að segja neinum hvar þeirra lönd eru en aðeins eitt barn í einu má vera í hverju landi. Land eitt getur til dæmis verið einhver steinn, land tvö staur, land þrjú pollur og svo framvegis. Þegar allir hafa ákveðið sín lönd og komið sér fyrir í einu þeirra hefst leikurinn. Stjórnandi kallar upp númerin sitt á hvað eftir fjölda landanna, t.d. ef um fjögur lönd er að ræða þá nefnir hann tölurnar frá einum til fjögur til skiptis og í mismunandi röð og börnin hlaupa á milli þeirra fjögurra staða sem þau völdu. Útfærsla: Stjórnandi getur útfært leikinn eftir aldri og getu barnanna. • Gefa ólík fyrirmæli um hvernig ferðast eigi milli landanna. • Ferðast sem dýr, s.s. api, kengúra, hlébarði. • Hoppa, hlaupa, valhoppa, ganga aftur á bak o.s.frv. • Gefa fyrirmæli á öðru tungumáli, í tengslum við tungumálakennslu.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=