Leikgleði - 50 leikir

Hreystileikir Leik gleði 43. Herramennirnir Stutt lýsing: Börnin gera ýmsar grunnhreyfingar og fylgja síðan fyrirmælum kennara um hvaða Herramann þau eiga að tjá. Hér er um að gera að fá útrás fyrir hugmyndaflug. Námsmarkmið: • Þjálfun grunnhreyfinga • Líkamsvitund • Líkamshreysti • Efla skynþroska • Efla eftirtekt • Tilfinningar • Hugmyndaflug • Sköpunargleði Hvar: Hvar sem er. Hvenær: Allt árið um kring. Tími: Ótakmarkaður. Fjöldi: Ótakmarkaður. Undirbúningur: Minni en 10 mínútur. Áhöld: Engin. Hvernig: Börnin hlaupa frjálst um svæðið og gera hinar ýmsu grunnhreyfingar, s.s. velta sér, skríða, hoppa, stökkva eða sveifla sér. Þegar kennari hrópar upp nafn á Herramanni eiga þau að tjá sig eins og þau telja að viðkomandi Herramaður myndi gera. Engin einn tjáningarmáti er réttur heldur geta börnin tjáð sinn Herra- mann á sinn hátt. Dæmi um Herramenn sem kennari getur nefnt: Útfærsla: Stjórnandi getur útfært leikinn eftir aldri og getu barnanna. • Börnin koma sjálf með hugmyndir að Herramönnum. Því fjölbreyttari útfærslur því betra og leikurinn verður líflegri fyrir vikið. Hr. Snöggur Hr. Hraður Hr. Glaður Hr. Fyndinn Hr. Rólegur Hr. Hopp Hr. Sár Hr. Aftur á bak Hr. Skoppi Hr. Hnerri Hr. Lítill Hr. Dansari Hr. Vélmenni Hr. Latur Hr. Fúll

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=