Leikgleði - 50 leikir

Leik gleði Formáli Samvinna, skynþroski og náttúran eru orð sem ég lagði upp með við undirbúning og skrif þessarar leikjabókar. Ég lagði ríka áherslu á að leikirnir gætu allir farið fram utandyra, í þeim væri lítið um hlé, raðir eða svokallaðar refsingar. Þess í stað væri það ákjósanlegt að fá hreystiæf- ingar, oft í samvinnu við félagana. Leikirnir eru jafnframt þess eðlis að það má breyta, aðlaga og heimfæra þá á aldur og þroska þátttakenda eins og við á. Leikir eru ein mikilvægasta og besta aðferð sem völ er á til að vinna að lýðheilsu einstaklinga. Heilsa skiptist í líkamlega, andlega og félagslega heilsu ogmá vinna með alla þessa þrjá þætti samhliða og á sama tíma í gegnum leik. Leikur gefur þeim sem stjórnar tækifæri til að taka virkan þátt eða fylgjast með úr fjarlægð; meta og vinna með styrkleika og veikleika þátttakenda. Við vinnu bókarinnar setti égmér nokkur markmið og þau eru rauði þráðurinn í gegnumhana. Markmiðiðmeð öllum leikjunum er að efla skynþroska barna, auka samvinnu þeirra og félagsfærni og það úti í náttúrunni. En þar fá börn einmitt meira áreiti fyrir öll skynfærin en innan dyra og allt á sama tíma. Enda segir í Aðalnámskrá grunnskóla „Með virkjun fleiri skynfæra eykst virkni heilastöðva um leið og aukin hreyfing eykur súrefnismettun blóðsins og blóðflæði til heilans. Þannig er hreyfing ein og sér mikilvæg öllum börnum.“ Kæri notandi, bókin er þín og ævintýrin eru þín. Farðu óhikandi af stað og aðlagaðu leikina eftir því umhverfi sem þú nýtir hverju sinni og þeim hóp sem þú ert með. Ég get lofað þér því að þetta verður gaman. Sabína Steinunn Halldórsdóttir Heilbrigði og velferð er einn af grunn- þáttum skólastarfs Aðalnámskrá grunnskóla Markviss hreyfing er mikilvægur hluti þeirrar heilsuræktar og heilsueflingar sem nemendur þurfa á að halda í grunn- skólum Aðalnámskrá grunnskóla Útikennsla skólaíþrótta gefur gott tæki- færi til að tengja heilsuuppeldi og sjálf- bærni í lifnaðarháttum. Nemendur þurfa að þekkja, skilja og virða náttúruna og næsta umhverfi sitt, manngert eða nátt- úrulegt Aðalnámskrá grunnskóla Leikurinn er leið til að efla áhuga nem- andans. Tengsl íþróttakennslu við aðrar námsgreinar er því heppilegur vettvang- ur fyrir þverfaglegt samstarf Aðalnámskrá grunnskóla Til að meta og halda utan um hvernig gekk að framkvæma leikina, er gott að prenta út þetta eyðublað: Reynslubankinn - Hvernig tókst til?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=