Leikgleði - 50 leikir

Hreystileikir Leik gleði 42. Teningarallý Stutt lýsing: Börnunum er skipt jafnt upp í fjögur lið. Þegar kennari gefur fyrirmæli hlaupa liðin á sinn stað og bíða eftir að kennari kasti teningi og gefi fyrirmæli um verkefni. Námsmarkmið: • Þjálfun grunnhreyfinga • Líkamsvitund • Líkamshreysti • Efla skynþroska • Samvinna • Stærðfræði Hvar: Hvar sem er á opnu svæði. Hvenær: Allt árið um kring. Tími: Ótakmarkaður. Fjöldi: Ótakmarkaður. Undirbúningur: Minni en 10 mínútur. Áhöld: 1–2 teningar, fjögur blöð með merkingum fyrir liðin frá 1 til 4. Hvernig: Stjórnandi byrjar á því að skipta börnunum upp í fjögur jöfn lið. Hvert lið kemur sér saman um stað sem er þeirra heimasvæði og merkja það með númeri. Börnin hlaupa frjálst um svæðið eða með annarri hreyfingu sem stjórnandi gefur fyrirmæli um. Þegar stjórnandi flautar eða gefur merki hlaupa börnin heim á sitt svæði. Stjórnandi segir þá hvert verkefnið er, s.s. hreystiæfingar, syngja lag, herma eftir dýri, standa á öðrum fæti. Síðan kastar hann teningi og komi 4 upp þá á liðið sem á það númer að framkvæma verkefnið. Eftir að liðið er búið með verkefnið hlaupa allir frjálst um svæðið aftur þar til næsta flaut kemur. Komi talan 5 upp sleppa allir við að gera verkefni en komi talan 6 upp eiga öll liðin að gera verkefni. Útfærsla: Stjórnandi getur útfært leikinn eftir aldri og getu barnanna. • Nota tvo teninga, einn til að velja hóp og hinn til að margfalda fjölda á hinum. Þannig að ef lið 3 fær æf- inguna og talan 3 kemur upp á hinum teningnum þá verður liðið að margfalda tölurnar saman og finna út hve mikið það á að gera af verkefninu. • Telja hve oft hvert lið fær verkefni og það lið sem oftast gerir verkefni eða það lið sem nær t.d. 5 stigum sigrar. Þannig verður eftirsótt að fá verkefni.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=