Leikgleði - 50 leikir

Hreystileikir Leik gleði 40. Englaklukk Stutt lýsing: Tvö til þrjú börn eru valin til að vera leikstjórnendur. Ef barn er klukkað leggst það á jörðina og gerir englahreyfingu þar til einhver frelsar það. Námsmarkmið: • Þjálfun grunnhreyfinga • Líkamsvitund • Líkamshreysti • Efla skynþroska • Efla sköpunargleði Hvar: Hvar sem er á opnu svæði. Hvenær: Hvenær sem er en best þegar snjór er úti. Tími: Ótakmarkaður. Fjöldi: Ótakmarkaður. Undirbúningur: Minni en 10 mínútur. Áhöld: Engin. Hvernig: Stjórnandi velur 2 til 3 börn sem byrja á því að elta. Þegar þau ná barni, leggst það niður og gerir englahreyfingu þar til einhver kemur og frelsar það með því að klappa rólega á fót þess. Útfærsla: Stjórnandi getur útfært leikinn eftir aldri og getu barnanna. • Ekki má hlaupa yfir börnin eða yfir englaförin. • Ekki má frelsa þau sem búið er að ná, heldur gera þau englahreyfinguna þar til öllum hefur verið náð. • Taka tímann hve lengi verið er að breyta öllum í engla. • Ef það er ekki snjór má t.d. gera sprellikall í standandi stöðu (standandi engill).

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=