Leikgleði - 50 leikir
Hreystileikir Leik gleði 39. Skipt um stað Stutt lýsing: Hvert og eitt barn fær efnisræmu sem þau velja stað á leiksvæðinu. Þegar kennari gefur fyrirmæli skipta börnin um stað við hvert annað. Námsmarkmið: • Þjálfun grunnhreyfinga • Líkamsvitund • Líkamshreysti • Efla skynþroska • Læsi • Athygli • Sköpunargleði Hvar: Hvar sem er en skemmtilegast á grónu svæði. Hvenær: Allt árið um kring. Tími: Ótakmarkaður. Fjöldi: Ótakmarkaður. Undirbúningur: Minni en 10 mínútur. Áhöld: Efnisræmur í skærum litum, ekki styttri en 40 cm hver. Hvernig: Hvert barn byrjar á því að fá eina efnisræmu sem það festir einhvers staðar á því leiksvæði sem stjórnandi ákveður. Stærð svæðisins fer eftir aldri og þroska barnanna. Þegar hvert barn hefur fundið stað til að binda sína ræmu hefst leikurinn. Þegar stjórnandi kallar„skipta“ eiga börnin að vera snögg að skipta um stað við hvert annað, þ.e. fara á annan stað þar sem efnisræma er. Þau mega ekki fara á sama staðinn tvisvar í röð. Með því að leyfa þeim að setja ræmurnar sjálf upp koma ótrúlegustu staðir til greina sem geta ögrað grunnhreyfingum barna mikið. Útfærsla: Stjórnandi getur útfært leikinn eftir aldri og getu barnanna. • Tvö og tvö börn saman með eina ræmu og eitt par byrjar án þess að vera með stað. Það par gerir ákveðnar hreystiæfingar áður en næsta umferð hefst. • Fækka ræmunum smátt og smátt til að fá meiri virkni í leikinn, þ.e. þá verður lengra á milli stöðva. • Börnin hlaupa frjálst um svæðið í ákveðinn tíma áður en skipt er. • Í lokaumferðinni er alltaf fækkað um eina efnisræmu í einu, þannig að þá ná börnin ekki stað og verða úr leik. Þannig má taka til eftir leikinn.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=