Leikgleði - 50 leikir

Hreystileikir Leik gleði 38. Stafakarlarnir Stutt lýsing: Hefðbundinn eltingaleikur þar sem þau börn sleppa sem eiga þann staf sem leikstjórnandi nefnir í nafninu sínu. Námsmarkmið: • Þjálfun grunnhreyfinga • Líkamsvitund • Líkamshreysti • Efla skynþroska • Samvinna • Sköpunargleði Hvar: Hvar sem er. Hvenær: Allt árið um kring. Tími: Ótakmarkaður. Fjöldi: Ótakmarkaður. Undirbúningur: Minni en 10 mínútur. Áhöld: Engin. Hvernig: Sjálfboðaliði er fenginn til að vera leikstjórnandi. Hann kemur sér fyrir á miðjum vellinum og snýr baki í hin börnin sem eru við annan enda vallarins og bíða fyrirmæla. Hann byrjar á því að gefa þeim frelsi sem eiga ákveðinn bókstaf í nafni sínu, t.d. B og segir: „þeir sem eiga B mega sleppa“ og þá mega þau börn hlaupa yfir án þess að vera klukkuð. Því næst snýr hann sér við, klappar saman lófunum og kallar hátt og snjallt: „út, út, allir mínir stafakarlar“. Þau börn, sem ekki áttu B, hlaupa þá og reyna að komast yfir án þess að vera klukkuð. Þeir sem nást aðstoða í næstu umferð þar til allir hafa náðst. Mikilvægt er að þau sem eru leikstjórnendur snúi baki í hópinn þegar gefið er frelsi fyrir einhvern bókstaf. Útfærsla: Stjórnandi getur útfært leikinn eftir aldri og getu barnanna. • Eingöngu nota eiginnafn. • Nota fullt nafn. • Nota nafn á gæludýri, löndum í Evrópu eða annað sem börnin velja sjálf eða fá úthlutað í byrjun. Út, út, allir mínir stafakarlar

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=