Leikgleði - 50 leikir

Hreystileikir Leik gleði 35. SamKlukk Stutt lýsing: Börnunum er skipt upp í tvö lið sem keppast um að ná eins mörgum„klukkum“ og hægt er á fyrir- fram ákveðnum tíma. Námsmarkmið: • Þjálfun grunnhreyfinga • Líkamsvitund • Líkamshreysti • Efla skynþroska • Samvinna • Stærðfræði Hvar: Hvar sem er en skemmtilegast á grónu svæði. Hvenær: Allt árið um kring. Tími: Ótakmarkaður. Fjöldi: Ótakmarkaður. Undirbúningur: Minni en 10 mínútur. Áhöld: Flauta, eitthvað til að aðgreina liðin s.s. treyjur eða bönd. Hvernig: Stjórnandi skiptir börnunum upp í tvö jöfn lið. Gefinn er upp fjöldi umferða og sá tími sem hver og ein á að taka en hann fer eftir aldri barnanna og svæðinu sem notað er hverju sinni. Allt frá einni upp í þrjár mínútur. Annað liðið byrjar að elta hitt sem reynir að komast hjá því að vera klukkað. Börnin sem elta mega aðeins klukka andstæðinginn einu sinni í einu, þ.e. það má ekki klukka sama barn tvisvar í röð. Liðið sem eltir kepp- ist í sameiningu um að ná sem flestum klukkum á þeim tíma sem stjórnandi gefur í upphafi. Í stað þess að nemendur telji klukkin má láta hvert barn hafa 10 bönd sem það þarf að afhenda við hvert klukk en þannig má auðvelda talningu. Þegar stjórnandi flautar er fjöldi klukkna/banda lagður saman og nú skiptast hlutverkin. Það lið vinnur um- ferðina sem nær flestum klukkum. Útfærsla: Stjórnandi getur útfært leikinn eftir aldri og getu barnanna. • Hafa tímann fjölbreyttan, t.d fyrsta umferð ein mínúta, sú næsta tvær og sú síðasta þrjár mínútur. • Eingöngu má klukka á einn ákveðinn stað, s.s. bak, öxl eða olnboga. • Nota bolta til að klukka með, fái barn bolta í sig er það sama sem„klukk“. Árétta þarf að kasta ekki boltanum fast. • Nota í tungumálakennslu; telja á viðkomandi tungumáli. • Við hvert klukk eru stigin skráð s.s. með strikum hjá stjórnanda (I II III IV ...). • Nota aðrar hreyfingar t.d. má aðeins hoppa, hoppa á öðrum fæti, valhoppa eða ganga aftur á bak.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=