Leikgleði - 50 leikir

Hreystileikir Leik gleði 33. Gulur – rauður – grænn Stutt lýsing: Eltingaleikur sem byggir á umferðarljósunum; rautt merkir stopp, gult merkir að það eigi að ganga hægt og grænt merkir að þjóta eigi af stað. Námsmarkmið: • Þjálfun grunnhreyfinga • Líkamsvitund • Líkamshreysti • Efla skynþroska • Efla eftirtekt Hvar: Hvar sem er. Hvenær: Allt árið um kring. Tími: Ótakmarkaður. Fjöldi: Ótakmarkaður. Undirbúningur: Minni en 10 mínútur. Áhöld: Þrjú til sex bönd, vesti eða annað í litum leiksins (grænn, gulur, rauður), fer eftir fjölda barnanna. Leiksvæðið er afmarkað með ákveðnum merkingum. Hvernig: Stjórnandi byrjar á því að afmarka leiksvæðið vel þannig að allir viti hvernig völlurinn er. Þeir sem eru merktir með lit eiga að reyna að klukka aðra í leiknum sem hlaupa frjálst um svæðið. Nú reynir á eftirtekt þeirra sem eru klukkaðir því ef rauður klukkar þá verður barnið að stoppa, ef gulur klukkar þá má bara ganga um svæðið en ef grænn klukkar barnið þá hefur það öðlast frelsi aftur og má hlaupa um svæðið. Útfærsla: Stjórnandi getur útfært leikinn eftir aldri og getu barnanna. • Þau börn sem rauður nær framkvæma æfingu á meðan þau eru kyrr, s.s. standa á öðrum fæti, setjast niður og standa upp eða gera ýmiskonar hreystiæfingar í kyrrstöðu þar til grænn nær að frelsa. • Þau börn sem gulur nær ganga t.d. aftur á bak, valhoppa eða gera aðra hreyfingu á ferðinni. • Fleiri en einn geta verið með hvern lit til að auka virknina í leiknum. „klukk“ Ég er rauður – þú stoppar! stoppaðu hlauptu gakktu

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=