Leikgleði - 50 leikir
Hreystileikir Leik gleði 32. Á klósettinu Stutt lýsing: Hefðbundinn hlaupaleikur þar sem tvö til þrjú börn reyna að klukka hina. Ef barn er klukkað fer það niður í hnébeygjustöðu og bíður eftir að vera frelsað. Námsmarkmið: • Þjálfun grunnhreyfinga • Líkamsvitund • Líkamshreysti • Efla skynþroska Hvar: Hvar sem er. Hvenær: Allt árið um kring. Tími: Ótakmarkaður. Fjöldi: Ótakmarkaður. Undirbúningur: Minni en 10 mínútur. Áhöld: Leiksvæðið er afmarkað með ákveðnum merkingum. Hvernig: Stjórnandi velur tvö til þrjú börn sem byrja að elta hin börnin. Ef barn er klukkað þá fer það í hné- beygjustöðu, eða eins og það sé að setjast á klósett og heldur annarri hendinni beint fram. Til að fá frelsi aftur verður einhver sem hleypur frjálst um, að setja höndina niður og líkja eftir hljóðinu sem kemur þegar sturtað er niður úr klósetti eða segja „sturta niður“. Útfærsla: Stjórnandi getur útfært leikinn eftir aldri og getu barnanna. • Sá sem frelsar sturtar þrisvar niður til að frelsa. • Sá sem er klukkaður gerir ákveðinn fjölda af hnébeygjum til að frelsa sig sjálfur. Ég kem til hjálpar Sturtaðu niður hjá mér
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=