Leikgleði - 50 leikir

Hreystileikir Leik gleði 30. Músagangur Stutt lýsing: Tvö lið skiptast á að vera mýs og músagöng. Markmiðið er að komast í gegnum músagöngin án þess að vera klukkaður. Námsmarkmið: • Þjálfun grunnhreyfinga • Líkamsvitund • Líkamshreysti • Efla skynþroska • Efla eftirtekt Hvar: Hvar sem er. Hvenær: Allt árið um kring. Tími: Ótakmarkaður. Fjöldi: Ótakmarkaður. Undirbúningur: Minni en 10 mínútur. Áhöld: Merkingar fyrir músagöng, t.d. veggur öðrum megin og spotti hinum megin. Hvernig: Börnunum er skipt upp í tvö jöfn lið. Annað liðið byrjar að vera músagöngin en hitt mýs. Markmiðið er að komast í gegnum göngin án þess að nást, þ.e. mýsnar eiga að reyna að hlaupa í gegn án þess að vera klukkaðar. Stjórnandi telur stigin sem mýsnar ná, ein mús í gegnum göngin er eitt stig. Göngin eru u.þ.b. 5 metra breið en lengdin fer eftir fjölda barnanna og aldri. Upp við gangnaveggina standa tvö og tvö börn, haldast í hendur og mega ekki missa takið en mega snúa sér við að vild og færa sig til hægri og vinstri. Útfærsla: Stjórnandi getur útfært leikinn eftir aldri og getu barnanna. • Nemendur eru músapar sem hleypur í gegn og helst í hendur. • Einn og einn er í músagöngunum sem klukkar í staðinn fyrir par. • Ákveðinn tími er á hvert lið og mýsnar hlaupa koll af kolli þar til tíminn er liðinn. • Telja stigin sem þeir sem klukka ná. • Hafa ost við enda vallarins sem mýsnar eiga að reyna að flytja á milli endanna. Osturinn getur verið baunapokar, könglar, steinar eða annað náttúrlegt efni.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=