Leikgleði - 50 leikir

Hreystileikir Leik gleði 29. Parahreysti Stutt lýsing: Tvö og tvö börn vinna saman og keppast við að safna stigum með því að klukka önnur pör. Þegar parið hefur náð 20 stigum framkvæmir það hreystiæfingar. Námsmarkmið: • Þjálfun grunnhreyfinga • Líkamsvitund • Líkamshreysti • Efla skynþroska • Efla eftirtekt Hvar: Hvar sem er. Hvenær: Allt árið um kring. Tími: Ótakmarkaður. Fjöldi: Ótakmarkaður. Undirbúningur: Minni en 10 mínútur. Áhöld: Engin. Hvernig: Nemendum er skipt upp í pör. Hvert par krækir saman höndum um olnboga og mega þau ekki missa takið. Aðeins annað barnið má klukka í einu og er ákveðið í byrjun hvort byrjar. Um leið og par er klukkað eru stigin talin upphátt. Öll pörin mega klukka í einu og þegar parið hefur klukkað 20 sinnum fer það út fyrir völlinn, framkvæmir hreystiæfingar 20 sinnum sem stjórnandi ákveður og fær eitt stig fyrir. Leikurinn heldur áfram þar til fyrsta parið sem nær 5 stigum sigrar en síðan er skipt um félaga. Útfærsla: Stjórnandi getur útfært leikinn eftir aldri og getu barnanna. • Hafa færri klukk en 20. • Auka eða draga úr fjölda hreystiæfinga. Dæmi um hreystiæfingar: • Kviðæfingar • Bakæfingar • Englahopp • Froskahopp • Setjast niður og standa upp • Leggjast niður og standa upp • Hoppa yfir línu – hraðahopp Við erum alveg að fara að ná ykkur!

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=