Leikgleði - 50 leikir
Samvinnuleikir Leik gleði 28. Rebba skott Stutt lýsing: Nemendur mynda stóran hring. Fjögur til sex börn standa í röð í miðju hans. Röðin er refurinn sem passar að aftasta barnið, skottið, sé ekki hitt með bolta af þeim sem mynda hringinn. Námsmarkmið: • Þjálfun grunnhreyfinga • Líkamsvitund • Líkamshreysti • Efla skynþroska • Samvinna Hvar: Hvar sem er á opnu svæði. Hvenær: Allt árið um kring, mjög gaman í snjó. Tími: Ótakmarkaður. Fjöldi: Ótakmarkaður. Undirbúningur: Minni en 10 mínútur. Áhöld: Snjór, boltar eða könglar. Hvernig: Börnin mynda stóran hring utan um 4-6 börn sem koma sér saman í miðjunni. Þau sem eru í miðj- unni eru refurinn (Rebbinn) sem vill ekki láta ná sér. Börnin í miðjunni halda hvert ummitti annars og aftasta barnið er skottið sem þau vilja öll verja. Börnin sem mynda hringinn vilja ná skottinu á refnum með því að hitta í aftasta barnið með snjóbolta, köngli eða bolta. Þau mega ekki hreyfa sig úr stað og mega aðeins hitta refinn fyrir neðan mitti. Ef börnin hitta skottið á refnum er skipt um ref í miðjunni, þ.e. önnur 4-6 börn fara í miðjuna. Útfærsla: Stjórnandi getur útfært leikinn eftir aldri og getu barnanna. • Þegar snjór er notaður verður virknin meiri því börnin mega útbúa nýja og nýja snjóbolta fyrir hvert kast. • Það má skipta í lið og telja hve oft hvert lið nær að hitta refinn á ákveðnum tíma. • Það má láta hringinn hreyfast úr stað. • Fjölga má boltum til að auka virknina í leiknum. Pössum skottið!
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=