Leikgleði - 50 leikir

Samvinnuleikir Leik gleði 27. Snjóform Stutt lýsing: Börnin vinna form og hluti úr snjó eða sandi/möl. Námsmarkmið: • Þjálfun grunnhreyfinga • Líkamsvitund • Líkamshreysti • Efla skynþroska • Efla sköpunargleði • Efla hugmyndaflug • Samvinna Hvar: Hvar sem er úti við þar sem hægt er að komast í snjó eða sand/möl. Hvenær: Allt árið um kring. Tími: Ótakmarkaður. Fjöldi: Ótakmarkaður. Undirbúningur: Minni en 10 mínútur. Áhöld: Engin. Hvernig: Börnunum er skipt upp í jöfn lið, ágætt að hafa ekki fleiri en fjóra í hverju liði. Markmið leiksins er sköpun og hugmyndaflug, ekkert eitt er rétt eða rangt. Stjórnandi gefur fyrirmæli um það sem börnin eiga að skapa og búa til í snjónum/sandinum/mölinni. Hann getur haft ákveðin þemu, t.d. að útbúa form s.s. hring, ferhyrning, þríhyrning eða flóknari fyrirmæli um hluti eða persónur. Ágætt er að gefa ákveðinn tíma í hvert verkefni, fer eftir eðli og umfangi fyrirmælanna, t.d. má láta hópana fara lítinn hring og gera ákveðin verkefni á fimm stöðum innan hringsins. Lengri tíma tekur að fara í kringum knattspyrnuvöll og vinna nokkur verkefni á leiðinni. Útfærsla: Stjórnandi getur útfært leikinn eftir aldri og getu barnanna. • Leikurinn snýst fyrst og fremst um sköpun og að láta hugmyndaflugið ráða. • Fyrirmælin mega snúast um að • útbúa hæsta formið á ákveðnum tíma • útbúa þrívíddarform • nota efnivið í umhverfinu til að gera ákveðin form eða hluti • „skrifa“ stafi eða orð

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=