Leikgleði - 50 leikir

Samvinnuleikir Leik gleði 26. Köngulóarvefur Stutt lýsing: Börnin spinna vef úti í náttúrunni og leika með hann á marga vegu. Námsmarkmið: • Þjálfun grunnhreyfinga • Líkamsvitund • Líkamshreysti • Efla skynþroska • Samvinna • Sköpunargleði Hvar: Hvar sem er, skemmtilegast á grónu svæði. Hvenær: Allt árið um kring. Tími: Ótakmarkaður. Fjöldi: Ótakmarkaður. Undirbúningur: Minni en 10 mínútur. Áhöld: Garnhnykill, sterkt band eða girni. Hvernig: Börnin hjálpast að við að útbúa köngulóarvef um fyrirfram ákveðið svæði. Börnin flækja vefinn sinn eins víða og þau geta og útbúa eigin gildrur til að yfirvinna. Markmiðið er síðan að komast í gegnum vefinn án þess að snerta bandið; skríða í gegn eða smeygja sér á milli, allt eftir útliti köngulóarvefsins. Útfærsla: Stjórnandi getur útfært leikinn eftir aldri og getu barnanna. • Hafa vefinn eingöngu niðri við jörðu. • Hafa vefinn í ákveðinni hæð. • Taka tímann á hverju barni eða liði þegar farið er í gegnum vefinn. • Fikra sig framhjá vefnum með bundið fyrir augun. Ég má ekki snerta bandið

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=