Leikgleði - 50 leikir

Samvinnuleikir Leik gleði 25. Reitaboðhlaup Stutt lýsing: Boðhlaup þar sem hlaupið er í hring. Námsmarkmið: • Þjálfun grunnhreyfinga • Líkamsvitund • Líkamshreysti • Efla skynþroska • Samvinna Hvar: Hvar sem er, best á opnu svæði en ójafnt undirlag örvar meira. Hvenær: Allt árið um kring. Tími: Ótakmarkaður. Fjöldi: Ótakmarkaður, hentar þó betur að hafa jafnt í liðum. Undirbúningur: Minni en 10 mínútur. Áhöld: Eitthvað til að merkja hlaupareitinn, t.d. keilur, steina, fatnað eða prik. Hvernig: Stjórnandi útbýr með þátttöku barnanna reit til að hlaupa í kringum. Reiturinn þarf að vera þannig að stjórnandi geti séð öll börnin allan tímann. Um er að ræða boðhlaup en með annarri útfærslu þar sem að hlaupið er í hring hverju sinni. Reiturinn getur verið íþróttavöllur á skólalóð en í leiknum þarf að gæta að öryggi barnanna sem hlaupa hverju sinni. Börnunum er skipt upp í fjögur jöfn lið eða fleiri eftir fjölda. Eitt barn hleypur í einu í hverju liði og hin bíða í röð innan í reitnum. Hlaupaleiðin er alltaf í sömu átt og stjórnandi ákveður hvaða átt á að hlaupa hverju sinni til að forðast árekstra barnanna. Útfærsla: Stjórnandi getur valið undirlag og stærð reits eftir aldri og getu barnanna. • Nota ójafnt undirlag. • Hafa brekku inni í hlaupaleið. • Nota skóg ef hann er til staðar.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=