Leikgleði - 50 leikir

Samvinnuleikir Leik gleði 24. Nafnið mitt Stutt lýsing: Börnin hlaupa um svæðið og þegar stjórnandi gefur fyrirmæli para þau sig saman eftir fyrirmælum hans. Námsmarkmið: • Þjálfun grunnhreyfinga • Líkamsvitund • Líkamshreysti • Efla skynþroska • Samvinna • Íslenska • Læsi Hvar: Hvar sem er. Hvenær: Allt árið um kring. Tími: Ótakmarkaður. Fjöldi: Ótakmarkaður. Undirbúningur: Minni en 10 mínútur. Áhöld: Engin. Hvernig: Börnin hlaupa frjálst um svæðið en þegar stjórnandi kemur með reglu þá eiga þau að para sig saman eins fljótt og þau geta. Til dæmis segir stjórnandi að börn sem hafi 6 stafi í nafninu sínu eigi að para sig saman. Dæmi: Baldur = 6 stafir og Guðrún = 6 stafir, Ari = 3 stafir og Ása = 3 stafir, Sigurður = 8 stafir og Sigurdís = 8 stafir. Stjórnandi tekur mið af þeim hóp sem hann er með hverju sinni. Ef börn ná ekki að para sig, fá þau verkefni til að leysa á meðan hin hlaupa frjálst um. Það verður enginn úr í leiknum en stjórnandi passar að allir fái verkefni til að leysa. Útfærsla: Stjórnandi getur valið þemu leiksins eftir aldri og getu barnanna. • Nota sérhljóða og samhljóða. • Nota atkvæði, t.d. já (eitt atkvæði), gaman (tvö atkvæði), orðabók (þrjú atkvæði). • Nota allt nafnið eins og t.d. fjöldi „a“ í nafni. • Gefa fyrirmæli á öðru tungumáli í tengslum við tungumálakennslu. Para sig saman eftir atkvæðum í nöfnum Gnýr/Ýr Bára/Arnbjörn Diljá Tanja Para sig saman eftir lengd nafna

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=