Leikgleði - 50 leikir

Samvinnuleikir Leik gleði 23. Dýragarðurinn Stutt lýsing: Börnin fá fyrirmæli á miðum um að leika ákveðið dýr. Tvö og tvö fá sömu fyrirmæli og eiga að finna hvort annað og mega aðeins nota til þess látbragð. Námsmarkmið: • Þjálfun grunnhreyfinga • Líkamsvitund • Líkamshreysti • Efla skynþroska • Samvinna • Sköpunargleði Hvar: Hvar sem er. Hvenær: Allt árið um kring. Tími: Ótakmarkaður. Fjöldi: Ótakmarkaður. Undirbúningur: Minni en 10 mínútur. Áhöld: Engin. Hvernig: Stjórnandi útbýr miða þar sem á hverjum miða er mynd af dýri eða heiti dýrsins. Hann fjölfaldar miðana þannig að það séu a.m.k. tveir miðar með sama dýri. Hvert barn dregur því næst einn miða og markmiðið er að finna annað barn eða börn sem drógu eins miða. Þegar stjórnandi gefur fyrirmæli hefst leikurinn. Það dýr sem er fyrst til að mynda hópinn vinnur í það skiptið. Börnin mega ekki nota hljóð né orð einungis leika dýrið sitt. Útfærsla: Stjórnandi getur valið þemu leiksins eftir aldri og getu barnanna. • Börnin útbúa sjálf spjöldin með því að teikna mynd og skrifa heiti dýrsins undir • Í staðinn fyrir dýr almennt má útbúa spjöld með • húsdýrum • frumskógardýrum • fuglategundum • einhverju öðru en dýrum, t.d íþróttagreinum Við erum mörgæsir Hvar er annar froskur?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=