Leikgleði - 50 leikir
Samvinnuleikir Leik gleði 22. Blöðrubox Stutt lýsing: Börnunum er skipt upp í jöfn lið sem keppast um að halda blöðru á lofti innan liðsins eftir fyrirmælum stjórnanda. Það lið, sem heldur sinni blöðru lengst uppi, sigrar. Námsmarkmið: • Þjálfun grunnhreyfinga • Líkamsvitund • Líkamshreysti • Efla skynþroska • Nýta líkamann á ólíkan máta og óhefðbundið • Samvinna • Sköpunargleði Hvar: Hvar sem er. Hvenær: Allt árið um kring, betra í logni ef verið er úti. Tími: Ótakmarkaður. Fjöldi: Ótakmarkaður. Undirbúningur: Minni en 10 mínútur. Áhöld: Blöðrur. Hvernig: Börnunum er skipt upp í tvö jöfn lið eða fleiri eftir fjölda barnanna. Þau haldast í hendur og mega ekki sleppa takinu meðan á leiknum stendur. Markmiðið er að halda blöðru á lofti inni í hringnum með ákveðinni reglu t.d. bara að nota höfuð eða bara fætur. Stjórnandi getur breytt reglum að vild og fengið nemendur til að koma með tillögur. Dæmi um aðferðir: sitja, standa á öðrum fæti, dansa, hoppa, hlæja, nota hægri hendi, nota vinstri hendi. Útfærsla: Stjórnandi getur valið þemu leiksins eftir aldri og getu barnanna. • Merkja svæði sem ekki má fara út fyrir. • Láta börnin segja nafnið sitt þegar þau snerta blöðruna og segja þá hver á að taka næstu snertingu. • Liðin telja hve oft þau snerta blöðruna. • Blaðran gengur á milli stelpu og stráks til skiptis eða stutthærðra/síðhærðra o.s.frv. Blaðran má ekki falla á jörðina
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=