Leikgleði - 50 leikir

Samvinnuleikir Leik gleði 21. Umhverfið okkar Stutt lýsing: Börnin keppast við að finna ákveðinn efnivið í umhverfi sínu. Námsmarkmið: • Þjálfun grunnhreyfinga • Líkamsvitund • Líkamshreysti • Efla skynþroska • Læsi • Stærðfræði • Umhverfismenntun • Athygli • Samvinna • Sköpunargleði Hvar: Hvar sem er, en skemmtilegast á grónu svæði. Hvenær: Allt árið um kring. Tími: Ótakmarkaður. Fjöldi: Ótakmarkaður. Undirbúningur: Minni en 10 mínútur. Áhöld: Einn pappakassi á lið, t.d. kassi utan af ljósritunarpappír. Hvernig: Börnunum er skipt upp í jöfn lið. Gott er að miða við 2 til 4 í liðunum, því virkni hvers og eins er meiri ef það eru ekki of margir í liði. Hvert lið á síðan að safna tilteknu magni af efniviði eins og t.d. laufblöðum, trjágreinum eða steinum á ákveðnum tíma og setja í pappakassann. Stjórnandi gefur fyrirmæli um hverju á að safna og tímann sem er til umráða, fer eftir eðli umhverfis hverju sinni. Dæmi:„Safnið laufblöðum á 5 mínútum“. Að þeim loknum segir hann:„Safnið trjágreinum á 2 mínútum“ o.s.frv. Það lið sem nær flestu af því sem safnað er sigrar. Stjórnandi verður að setja reglur s.s. að bannað sé að moka í kassana og að eingöngu eigi að taka efnivið sem liggur á jörðinni, eins og laufblöð og greinar. Árétta að mikilvægt sé að ganga vel um náttúruna. Útfærsla: Stjórnandi getur útfært leikinn eftir aldri og getu barnanna. • Dæmi um efnivið sem börnin geta safnað er: • steinar á stærð við vínber • ákveðnar tegundir af laufblöðum • blómategundir (tengja við plöntuhandbók) • rusl • könglar • náttúrulegir hlutir – eitt af hverju • Þegar börnin koma með kassana til kennara og telja upp úr þeim er tilvalið að þau skili náttúrlegum efni- viði aftur á sinn stað en fari með rusl í flokkunartunnur við skólann. 1. Safnið 15 steinum á stærð við lítil egg á 2 mínútum 2. Tínið saman 30 laufum af arfa á 5 mín. 3. Safnið saman rusli, 10 stykki, á 4 mín. 4. Tínið saman þrjátíu stykki af sölnuðum laufblöðum á 3 mín.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=