Leikgleði - 50 leikir

Samvinnuleikir Leik gleði 19. Náttúru domino Stutt lýsing: Börnin hjálpast að við að safna ákveðnum efnivið í náttúrunni út frá þeim fjölda sem kemur upp á spjöldum sem þau draga. Brýna þarf fyrir þeim áður en lagt er af stað að ganga vel um náttúruna og muna að kapp er best með forsjá. Námsmarkmið: • Þjálfun grunnhreyfinga • Líkamsvitund • Líkamshreysti • Efla skynþroska • Samvinna • Sköpunargleði Hvar: Hvar sem er. Skemmtilegt á grónu svæði. Hvenær: Allt árið um kring. Tími: Ótakmarkaður. Fjöldi: Ótakmarkaður. Undirbúningur: Minni en 10 mínútur. Áhöld: Spjöld með doppum frá 1 til 9, sem kennari og nemendur útbúa eða prenta út hér . Um að gera er að nýta afgangspappír í þetta. Hvernig: Stjórnandi eða nemendur útbúa eða prenta út níu spjöld með doppum frá einni upp í 9 á hverju spjaldi. Hver hópur fær 9 spjöld, svo að ef um fjóra hópa er að ræða þarf að útbúa 36 spjöld. Spjöldin snúa á hvolfi við annan enda brautar, eitt barn hleypur í einu úr hverjum hóp og dregur eitt spjald og fer með það til baka. Dragi barnið fyrst spjald með sjö doppum, þarf liðið að hjálpast að við að finna sjö hluti í náttúrunni til að leggja á blaðið áður en næsta barn má sækja nýtt spjald. Aðeins má nota hvern efnivið einu sinni, svo liðið þarf að skipuleggja sig vel og vinna saman. Útfærsla: Stjórnandi getur útfært leikinn eftir aldri og getu barnanna. • Sækja aðra hluti en úr náttúrunni, s.s. í skólastofunni; bækur, sokkar, trélitir ... Börnin sitja þá á gólfinu og hlaupa af stað út í enda stofunnar og sækja spjald. • Stutt útgáfa af þessum leik gæti verið að hafa eingöngu 7 til 14 spil við enda brautar. Einn úr hverjum hópi hleypur og nær í spjald. Það lið vinnur sem nær flestum spjöldum og fyllir þau út. Aukastig má gefa fyrir hæstu samanlögðu töluna.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=