Leikgleði - 50 leikir

Samvinnuleikir Leik gleði 16. Tannhjólið Stutt lýsing: Börnin koma sér fyrir í hring og vinna með ólíkar hreyfingar. Leikurinn reynir á eftirtekt og samhæfingu. Námsmarkmið: • Þjálfun grunnhreyfinga • Líkamsvitund • Líkamshreysti • Efla skynþroska • Efla eftirtekt • Samvinna Hvar: Hvar sem er. Hvenær: Allt árið um kring. Tími: Ótakmarkaður. Fjöldi: Ótakmarkaður. Undirbúningur: Minni en 10 mínútur. Áhöld: Engin. Hvernig: Börnin raða sér 6 til 8 í hringi. Einn í hverjum hring byrjar með eina hreyfingu, sá næsti í hringnum framkvæmir hana en bætir annarri við og svo koll af kolli þar til sá sem er síðastur í röðinni gerir allar æfingarnar. Þá er byrjað upp á nýtt en sá sem var annar í röðinni verður þá fyrstur og svo framvegis. Dæmi: Fyrsta barnið klappar saman lófum, næsta barn klappar, sest og stendur aftur upp, þriðja klappar, sest niður og stendur upp, hoppar þrisvar sinnum og þannig heldur leikurinn áfram. Markmiðið er að muna röðina á hreyfingunum og framkvæma þær án þess að ruglast. Útfærsla: Stjórnandi getur útfært leikinn eftir aldri og getu barnanna. • Allir gera sömu hreyfingu og sá fyrsti, þ.e. fyrsta barnið gerir ákveðna hreyfingu s.s. klappar og hin herma eftir því. • Keppni á milli hópa, hvaða lið nær að vinna saman sem lengst án þess að ruglast? • Skipta börnunum upp í lið með fleiri en 8 eða færri en 6. • Börnin segja hreyfinguna um leið og þau vinna hana. • Nota má leikinn í tungumálstíma og segja þá börnin hreyfinguna eða hvað þau eru að gera á viðkom- andi tungumáli. Best að klappa Ég klappa og sest og stend upp Ég klappa, sest og stend upp og hoppa þrisvar

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=