Leikgleði - 50 leikir

Samvinnuleikir Leik gleði 15. Upp og niður Stutt lýsing: Börnunum er skipt í tvö jöfn lið, X og O, sem keppast um að láta miða með þessum merkjum snúa upp sér í hag. Námsmarkmið: • Þjálfun grunnhreyfinga • Líkamsvitund • Líkamshreysti • Efla skynþroska • Efla eftirtekt • Samvinna Hvar: Hvar sem er. Hvenær: Allt árið um kring. Tími: Ótakmarkaður. Fjöldi: Ótakmarkaður. Undirbúningur: Minni en 10 mínútur. Áhöld: Kennari og nemendur útbúa miða þar sem á aðra hliðina er skrifað X en á hina O. Einnig má prenta miðana út hér . Ágætt er að hafa miðana tvöfalt fleiri en börnin eða tvo til þrjá miða á barn. Hvernig: Stjórnandi skiptir börnunum upp í tvö jöfn lið, annað liðið er X og hitt er O. Börnin dreifa miðunum um svæðið sem stjórnandi hefur afmarkað, þar sem jafn fjöldi snýr upp af X og O. Að því loknu koma þau sér fyrir á ákveðnum stað áður en stjórnandi gefur fyrirmæli um að leikurinn hefjist. Markmiðið er að láta miðana snúa upp sér í hag, þ.e. X liðið vill að X merkið snúi upp en O liðið að O merkið snúi upp. Eftir ákveðinn tíma flautar stjórnandi og þá verða börnin að stoppa og mega ekki snerta blöðin á meðan. Þá telur stjórnandi hvernig staðan er út frá miðunum. Útfærsla: Stjórnandi getur útfært leikinn eftir aldri og getu barnanna. • Hafa misjafnan tíma og auka þá þolvinnuna. • Þegar stjórnandi gefur fyrirmæli framkvæma börnin ákveðnar hreystiæfingar. • Börnin hlaupa á ákveðinn stað eftir hvern snúning á blaði, þar gera þau ákveðna æfingu og fara og snúa næsta blaði. • Hafa má fleiri tákn og fleiri lið en passa þarf að hafa jafnan fjölda af hverju tákni.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=