Leikgleði - 50 leikir

Námsleikir Leik gleði 13. Röðun Stutt lýsing: Börnin vinna sameiginlega að því að raða sér upp eftir stærð þeirrar tölu sem gefin er upp. Tengja má leikinn við stærðfræði. Námsmarkmið: • Þjálfun grunnhreyfinga • Líkamsvitund • Líkamshreysti • Efla skynþroska • Efla eftirtekt • Samvinna • Stærðfræði Hvar: Hvar sem er á opnu svæði. Hvenær: Allt árið um kring. Tími: Ótakmarkaður. Fjöldi: Ótakmarkaður. Undirbúningur: Stjórnandi skrifar, eða fær nemendur til að skrifa, á lítil blöð tölur frá 1 til 5. Einn staf á hvert blað. Kennari skiptir nemendum í fimmmanna lið sem hvert og eitt fær fimmmiða með þessum tölustöfum. Ef ekki næst jafn fjöldi í lið, getur kennarinn verið með eða þeir sem eru útistandandi beðið eina umferð og verið með næst og þá aðrir beðið þá umferð. Áhöld: Blöð með tölum frá 1 til 5, fyrir hvern og einn hóp. Hvernig: Stjórnandi skiptir börnunum upp í jöfn lið. Fjöldinn í hverju liði fer eftir því hve stóra tölu stjórnandi les upp, þ.e. ef fimm stafa tala er lesin upp, eins og dæmið hér að neðan sýnir, þá verða að vera fimm í hverju liði. Hvert lið fær þá 5 spjöld með tölum frá 1 til 5, hver og einn í hópnum hefur eitt spjald. Markmiðið í leiknum er að verða fyrsta liðið til að raða sér upp í röð eftir þeirri tölu sem stjórnandi kallar upp með orðum, dæmi: • Fimmtíu og tvö þúsund, þrjú hundruð og fjórtán = 52.314 • Tuttugu og eitt þúsund, fjögur hundruð, þrjátíu og fimm = 21.435 • Fimmtán þúsund, þrjú hundruð, tuttugu og fjórir = 15.324 • Fleiri tölur gætu verið: #31.425 #14.235 #25.314 # 43.421 #52.143 #31.542 #24.143 Það lið sem er fyrst hverju sinni að raða sér upp í rétta röð fær eitt stig. Ágætt er að halda leiknum áfram þar til að eitt liðið er komið með 10 stig. Útfærsla: Stjórnandi getur útfært leikinn eftir aldri og getu barnanna. Til dæmis með því að: • nota minni eða stærri tölur. • hafa fleiri eða færri í hverju liði. • nota stærðfræðidæmi og efla þannig hugarreikning. • notast við línu, þannig að börnin eiga að raða sér upp í rétta röð án þess að stíga út fyrir línuna.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=