Leikgleði - 50 leikir
Námsleikir Leik gleði 12. Hvernig finnst þér? Stutt lýsing: Börnin hlaupa á ákveðna staði og einn eltir. Tengja má leikinn við heimilisfræði. Námsmarkmið: • Þjálfun grunnhreyfinga • Líkamsvitund • Líkamshreysti • Efla skynþroska • Efla eftirtekt • Heimilisfræði Hvar: Hvar sem er á opnu svæði. Hvenær: Allt árið um kring – mjög gaman í snjó. Tími: Ótakmarkaður. Fjöldi: Ótakmarkaður. Undirbúningur: Prenta út eða útbúa spjöld með táknum: Mjög gott | Ekki gott | Ekki smakkað ? | Þekki ekki !! Ákveða hvar leikurinn á að fara fram. Áhöld: Spjöld með táknum (sjá í undirbúningur). Hvernig: Börnin raða sér við annan enda vallarins. Eitt barn byrjar á að vera stjórnandi. Það fer á miðju vallar og hugsar um einhverja tegund af mat, segir síðan hátt og snjallt t.d.„Hvernig finnst þér döðlur?“ Börnin hlaupa þá yfir völlinn og á þann stað sem lýsir því best hvað þeim finnst um döðlur, stjórnandinn eltir og reynir að ná þeim. Það barn sem hann nær verður nú stjórnandinn og nefnir nýja matvöru. Útfærsla: Stjórnandi getur útfært leikinn eftir aldri og getu barnanna. • Fjölga má þeim sem kalla upp, þannig að þegar einn er klukkaður þá aðstoðar hann við að klukka, þar til allir hafa náðst. • Nota má aðrar hreyfingar en hlaup til að koma sér á milli t.d. valhopp, hopp, hopp á öðrum fæti, froskahopp, bjarnargang eða annað. Stjórnandi verður þá að gera eins. Mmm Lov´it Hvernig finnst þér lárpera? Hmm, ætli það sé avókató?
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=