Leikgleði - 50 leikir
Námsleikir Leik gleði 11. Við mælummeð ... Stutt lýsing: Börnin læra að vinna með lengdir á sjónrænan máta. Námsmarkmið: • Þjálfun grunnhreyfinga • Líkamsvitund • Líkamshreysti • Efla skynþroska • Samvinna • Stærðfræði Hvar: Hvar sem er á opnu svæði. Hvenær: Allt árið um kring. Tími: Ótakmarkaður. Fjöldi: Ótakmarkaður. Undirbúningur: Minni en 10 mínútur. Áhöld: Málband og náttúrulegur efniviður. Hvernig: Stjórnandi skiptir börnunum upp í lið, ekki fleiri en fjórir í hverju liði. Hann kemur með fyrirmæli um þá lengd sem vinna á með hverju sinni t.d. 1 metri, 3 metrar eða annað. Því næst safna börnin efniviði í hverja lengd fyrir sig og reyna að komast eins nálægt þeirri lengd sem stjórnandi nefndi og þeir geta. Það lið vinnur hverja lotu sem kemst næst þeirri lengd sem stjórnandi ákveður hverju sinni. Útfærsla: Stjórnandi getur útfært leikinn eftir aldri og getu barnanna. • Nota einn efnivið fyrir hverja lengd. • Nota hvaða mælieiningu sem er mm, cm, m o.s.frv. • Tveir reyna að finna rétta lengd og aðrir tveir mæla, skipta síðan hlutverkum í næstu umferð. • Mæla form, s.s. kassa, ferhyrning, þríhyrning. • Nota önnur hugtök úr stærðfræði fyrir lengra komna, s.s. flatarmál, gráður eða rúmmál. • Stjórnandi gefur upp ákveðna lengd, s.s. 1 ½ metra, sem liðin eiga að fylla upp í með efniviði sem þau finna. Hann gefur t.d. 3 mínútur og þegar þær eru liðnar er lengdin mæld hjá hverju og einu liði og það lið vinnur sem er næst þeirri lengd sem var uppgefin.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=