Leikgleði - 50 leikir
Námsleikir Leik gleði 8. Stafastyttur Stutt lýsing: Börnin túlka bókstafi með aðstoð líkamans. Námsmarkmið: • Þjálfun grunnhreyfinga • Líkamsvitund • Líkamshreysti • Efla skynþroska • Samvinna • Sköpunargleði • Hugmyndaflug • Bókstafirnir – litlir og stórir stafir Hvar: Hvar sem er á opnu svæði. Hvenær: Allt árið um kring. Tími: Ótakmarkaður. Fjöldi: Ótakmarkaður. Undirbúningur: Minni en 10 mínútur. Áhöld: Engin. Hvernig: Börnin dreifa sér frjálst um svæðið. Stjórnandi kallar fyrirmæli og börnin leika eftir. Stjórnandi getur valið að láta þau túlka bókstafina standandi eða liggjandi og hve mörg þau eru við að mynda stafinn. Kallar þá t.d. „stórt N standandi“, „lítið e liggjandi“, „stórt H standandi“, „lítið o liggjandi“. Markmiðið er að halda stöðunni þar til stjórnandi gefur næstu fyrirmæli. Útfærsla: Stjórnandi getur valið þemu leiksins eftir aldri og getu barnanna. • Para saman 2 eða fleiri. • Nota aðeins tölustafina. • Túlka stutt orð.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=