Leikgleði - 50 leikir

Námsleikir Leik gleði 7. Tölukassi Stutt lýsing: Börnin vinna með stærðfræðidæmi í boðhlaupsútfærslu. Námsmarkmið: • Þjálfun grunnhreyfinga • Líkamsvitund • Líkamshreysti • Efla skynþroska • Samvinna • Stærðfræði Hvar: Hvar sem er á opnu svæði. Hvenær: Allt árið um kring. Tími: Ótakmarkaður. Fjöldi: Ótakmarkaður. Undirbúningur: Minni en 10 mínútur ef börnin hafa sjálf unnið efnið fyrir leikinn. Hvert barn fær 8 miða, 4 í einum lit og 4 í öðrum lit. Fínt er að hafa miðana í A7 stærð. Á annan litinn skráir barnið stærðfræðidæmi t.d. 5+4 en á hinn miðann útkomuna, þ.e. = 9. Því næst er öllum miðum safnað saman eftir lit. Stjórnandi getur einnig útbúið leikinn sjálfur og plastað miðana til að eiga þess kost að nota þá í leiknum aftur og aftur. Áhöld: Tússlitir og auðir miðar í tveimur litum. Hvernig: Þegar börnin hafa útbúið miðana er þeim skipt upp í fjögur lið og hvert lið fær sitt horn á afmörk- uðum velli. Liðin fá þá 10 stærðfræðidæmi hvert og leggur þau á jörðina hjá sínu horni. Lausnunum er komið fyrir á hvolfi á miðjunni. Þegar stjórnandi gefur merki þá hleypur einn úr hverju liði inn að miðju, sækir miða með úrlausn, kemur með hana til baka þar sem liðið athugar hvort lausnin passi við dæmi hjá þeim. Ef þau hafa dæmið leggja þau lausnina ofan á dæmið og næsta barn fer af stað. Ef lausnin er ekki í þeirra dæmum hleypur næsta barn í röðinni inn að miðju, skilar lausninni og dregur nýja lausn. Það lið sem er fyrst til að leysa öll sín dæmi sigrar í leiknum. Útfærsla: Stjórnandi getur valið þemu leiksins eftir aldri og getu barnanna. • Eingöngu nota dæmi með frádrætti. • Eingöngu nota dæmi með margföldun. • Nota tölur á milli 10-20 eða stærri tölur. • Nota tölur milli 0-10. • Stjórnandi ræður stærð og umfangi vallar, stærri völlur krefst meiri þolvinnu. Einnig er hægt að setja leik- inn upp eins og boðhlaup. Erum við með þessa lausn?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=