Leikgleði - 50 leikir
Námsleikir Leik gleði 6. Fjársjóðurinn Stutt lýsing: Börnin vinna með kort, vegalengdir og tíma til að finna fjársjóð. Námsmarkmið: • Þjálfun grunnhreyfinga • Líkamsvitund • Líkamshreysti • Efla skynþroska • Magn- og afstöðuhugtök • Kortalestur • Vegalengdir • Tími • Samvinna Hvar: Hvar sem er. Hvenær: Allt árið um kring. Tími: Ótakmarkaður. Fjöldi: Ótakmarkaður. Undirbúningur: Ef börnin gera kortin sjálf tekur það um 10 mínútur en mikilvægt er að stjórnandi sýni í upphafi hvernig búa á þau til og gefi tillögur. Stjórnandi getur undirbúið kort sjálfur, bæði með orðum og teikningum. Fjöldi korta fer eftir stærð hópa. Áhöld: A3 blöð, litir og fjársjóður sem börnin velja sjálf. Hann getur verið hvað sem er, s.s. gullmálaðir steinar, dós með hlut, eitthvað úr náttúrunni. Aðalatriðið er að sá sem leitar viti að hverju hann leitar. Hvernig: Tveir og tveir vinna saman og fá autt A3 blað til að búa til sitt kort og ákveðinn hlut sem er fjársjóð- urinn. Teymið byrjar á því að velja sér stað til að fela fjársjóðinn. Því næst þarf að útbúa kortið, telja skref, skrá áttir og mögulega þann tíma sem það tekur að fara ákveðna leið að fjársjóðnum. Stjórnandi gefur fyrirfram ákveðinn tíma t.d. 15 mínútur sem það á að taka að finna fjársjóðinn. Þegar undirbúningstíminn er liðinn og kortin tilbúin fær hvert teymi kort frá öðrum til að leita. Útfærsla: Stjórnandi getur valið þemu leiksins eftir aldri og getu barnanna. • Útbúa nokkur kort sem öll liggja að sama fjársjóð. • Nota skref í átt að fjársjóðnum, ákveðnar áttir, tíma eða allt saman. • Bæta inn metrum, þannig geta nemendur fengið tilfinningu fyrir vegalengd. • Merkja metra á jörðina og börnin telja út hve mörg skref þau þurfa til að ná einummetra og fá þannig betri tilfinningu fyrir því hve mörg skref þau taka til að ná metra. 10 venjuleg skref áfram -> rúlla sér í 5 hringi -> hoppa jafnfætis 10 hopp áfram -> 7 hænuskref áfram og thatha ... fjársjóðurinn fundinn. Dæmi um fjársjóðskort:
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=