Leikgleði - 50 leikir

Námsleikir Leik gleði 5. Í tíma og rúmi Stutt lýsing: Börnin læra að gera sér betur grein fyrir tíma og vegalengd í gegnum hreyfingu. Námsmarkmið: • Þjálfun grunnhreyfinga • Líkamsvitund • Líkamshreysti • Efla skynþroska • Gera sér grein fyrir vegalengdum og tíma • Samvinna • Sköpunargleði • Hugmyndaflug Hvar: Hvar sem er – opið svæði. Hvenær: Allt árið um kring. Tími: Ótakmarkaður. Fjöldi: Ótakmarkaður. Undirbúningur: Minni en 10 mínútur. Áhöld: Skeiðklukka, eitthvað til að merkja vegalengd, blað og blýantur. Hvernig: Tveir og tveir vinna saman sem teymi. Stjórnandi gefur fyrirmæli sem börnin skiptast á að fylgja. Fyrst fer annað barnið eftir fyrirmælunum á meðan hitt skráir hjá sér upplýsingar. Síðan skipta þau um hlutverk. Hér eru tvær útfærslur til að velja úr: • Börnin safnast saman í kringum stjórnanda. Þegar hann flautar hleypur fyrrihlutinn af stað og stoppar um leið og flautað er aftur. Þá giska þau á hve mörg skref þau hlupu og aðstoðarmaður skráir hjá sér. Síðan telur hvert teymi í sameiningu skrefin í átt að upphafsreit og svo skipta börnin um hlutverk. Í næstu umferð reyna börnin að taka færri skref á sömu vegalengd. • Stjórnandi setur skeiðklukku af stað og leyfir börnunum að fá tilfinningu fyrir hvað 10 sekúndur eru lengi að líða. Ágætt er að gera það nokkrum sinnum og leyfa þeim að giska á hvenær þær eru liðnar. Því næst gerir stjórnandi það sama og að framan nema nú með því að taka tímann í ákveðinn fjölda sekúndna – annað barnið hleypur í sömu átt og áður og metur síðan hve margar sekúndur það tók að hlaupa umrædda vegalengd. Aðstoðarmaður skráir hjá sér þann tíma sem giskað var á. Því næst fá börnin uppgefinn réttan tíma hjá kennara og skipta síðan um hlutverk. Útfærsla: Stjórnandi getur valið þemu leiksins eftir aldri og getu barnanna. • Í upphafi gönguferða geta börnin giskað á hve mörg skref þau þurfa að stíga til að komast frá x til y og tímann sem það tekur þau. • Skapa umræðu í lok tímans um það hvort þau hafi haldið að þau tækju færri eða fleiri skref á staðinn. • Hvert og eitt par getur tekið tímann hjá sér, t.d. með því að nota skeiðklukku í síma. 43 ... 44 !!! 35 nei 34 ... ahh hvað ætli ég sé búin að taka mörg skref!

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=