Leikgleði - 50 leikir

Námsleikir Leik gleði 4. Stafrófið á hlaupum Stutt lýsing: Börnin finna efnivið í náttúrunni sem hefst á þeim bókstaf sem valinn er hverju sinni Námsmarkmið: • Þjálfun grunnhreyfinga • Líkamsvitund • Líkamshreysti • Efla skynþroska • Læra heiti á efnivið í náttúrunni. • Samvinna • Sköpunargleði • Hugmyndaflug Hvar: Hvar sem er. Hvenær: Allt árið um kring. Tími: Ótakmarkaður. Fjöldi: Ótakmarkaður. Undirbúningur: Minni en 10 mínútur. Áhöld: A4 blað og blýantur. Nemendur sækja sjálfir annan efnivið. Hvernig: Hver hópur fær autt blað og fyllir það út eftir fyrirmælum kennara/stjórnanda. Stjórnandi ræður hve marga bókstafi hann lætur börnin setja á blaðið, allt frá 5 stöfum upp í allt stafrófið eins og það leggur sig. Hóparnir búa til tvo dálka á blaðið, setja bókstafina í annan dálkinn og hafa hinn auðan. Markmiðið er að finna hlut/efni sem hefst á viðkomandi bókstaf/stöfum á þeim tíma sem stjórnandi ákveður. Útfærsla: Stjórnandi getur valið þemu leiksins eftir aldri og getu barnanna. • Safna eins miklu í poka og mögulegt er á fyrirfram ákveðnum tíma og reyna svo að fylla inn á blaðið. Þannig fær hjartadælan að vinna enn meira. • Nemendur búa sjálfir til þrautina með því að búa til eins og 4 stafa orð. Þeir velja orðið sjálfir og þurfa þá að velta fyrir sér hversu auðvelt eða erfitt er að finna efnivið fyrir þá stafi. Dæmi: safi. Nemendur sækja efnivið sem passar fyrir hvern og einn staf. • Ræða í lokin hvort einhver stafur hafi verið erfiðari en annar eða léttari. • Samþætta má leikinn með öðru tungumálanámi, s.s. dönsku eða ensku. steinar S A F I arfi fjaðrir inniskór

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=