Leikgleði - 50 leikir

Námsleikir Leik gleði 3. Náttúrubingó Stutt lýsing: Börnin fá bingóspjald til að vinna með úti í náttúrunni, sjá hér . Námsmarkmið: • Þjálfun grunnhreyfinga • Líkamsvitund • Líkamshreysti • Efla skynþroska • Læra að nýta efnivið náttúrunnar til leiks • Læra heiti á efnivið í náttúrunni • Samvinna • Sköpunargleði • Hugmyndaflug Hvar: Á opnu svæði þar sem stutt er í náttúrulegan efnivið. Hvenær: Allt árið um kring. Tími: Ótakmarkaður. Fjöldi: Ótakmarkaður, einstaklings- eða hópleikur. Undirbúningur: Minni en 10 mínútur. Áhöld: Bingóspjald fyrir hvern og einn hóp/einstakling. Hvernig: Hver hópur fær bingóspjald með ákveðnum fyrirmælum sem hann á að fara eftir. Dæmi: Finna eitthvað sem er mjúkt, annað sem er hart, enn annað semmá borða o.s.frv. Hópurinn leitar að þessum efnivið og setur á viðkomandi bingóreit. Sá hópur vinnur sem er fyrstur að fylla út sitt bingóspjald. Útfærsla: Bingóspjöldin geta verið eins fyrir alla eða í nokkrum útfærslum. • Eðli og umfang spjaldanna fer eftir aldri þátttakenda og þeim efnivið sem er mögulegt að finna á hverju svæði fyrir sig.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=