Láttu mig vera! Áhyggjupúkar

32 Allir geta gert mistök Hópverkefni Markmiðið með þessu verkefni er að nemendur átti sig á að allir geri einhvern tíma mistök og það sé í lagi. Kennari segir nemendum frá einhverjum mistökum sem hann hefur gert og spyr nemendur um fleiri dæmi frá þeim. Dæmi um mistök er t.d. að fara í útifötin öfug, skrifa röng svör við spurningum á kennaratöfluna, segja lélega brandara eða annað slíkt. Nemendur og kennari fara því næst í leik. • Nemendur raða sér í röð, öxl við öxl. • Kennari er með mjúkan bolta fyrir framan nemendur og kastar boltanum til einhvers. Um leið og hann kastar kallar hann annaðhvort „skalla!“ eða „grípa!“ • Nemandinn á að gera öfugt við það sem er kallað. Ef kallað er „skalla!“ á nemandi að grípa og ef kallað er „grípa!“ á nemandi að skalla boltann. • Að lokum ræðir kennari við nemendur um hversu auðvelt það getur verið að gera mistök og enginn eigi að þurfa að skammast sín fyrir það.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=