Láttu mig vera! Áhyggjupúkar

31 Hugsanir eru bara hugsanir Hópverkefni 1. Hafa ber í huga að hlutir fara yfirleitt ekki á versta veg þó svo að áhyggjur manns telji manni trú um annað. Með því að horfast í augu við áhyggjur er hægt að yfirstíga þær. • Kennarinn biður nemendur um að nefna áhyggjur sem valda þeim kvíða og ræðir um þær við þá. • Hann spyr nemendur: „Er áhyggjupúkinn að segja satt?“ • Ef nemendur svara neitandi segir kennarinn að áhyggjupúkinn sé að ýkja/skrökva, hægt sé að yfirstíga áhyggjurnar. • Hann biður nemendur um að svara áhyggjupúkanum með því að segja hátt og snjallt: „Nei, þetta er ekki rétt!“ og „Ég ætla ekki að hlusta á þig!“ • Kennari spyr síðan: „Hver stjórnar þínu lífi?“ og nemendur svara ákveðið „Ég!“ 2. Því næst biður kennari nemendur um að leggjast niður og loka augunum. • Hann segir öllum að láta fara vel um sig og anda djúpt þrisvar sinnum. • Síðan velur hver og einn eitt áhyggjuefni til að hugsa um. • Kennari biður nemendur um að blása áhyggjuefnið í burtu með því að anda djúpt og blása fast frá sér. Endurtaka það í nokkur skipti eða þar til áhyggjuefnið er komin út í hafsauga. • Að lokum er tilvalið að spila slökunartónlist eða núvitundaræfingu sem finna má á netinu og hlusta á saman.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=