Láttu mig vera! Áhyggjupúkar
30 Áhyggjupúki Hópverkefni – Samtal og tilfinningatjáning 1. Kennarinn spyr nemendur hvað þeim detti í hug þegar þeir heyri orðið „áhyggjur“. Öll þau orð sem koma upp skrifar kennarinn niður á töflu/ flettispjald og síðan nota nemendur þessi orð við ljóðagerð eða við frásagnagerð/ritgerð. 2. Kennarinn ræðir við nemendur og spyr: „Hvernig heldur þú að áhyggjupúki líti út?“ og fær svar frá hverjum og einum nemanda. Eftir þær umræður setjast allir við sín borð og teikna sinn áhyggjupúka. Líta allir áhyggjupúkar eins út? 3. Hvað er kvíði? Er einhver munur á áhyggjum og kvíða? 4. Hvernig getur manneskju liðið sem finnur fyrir áhyggjum eða kvíða? 5. Hvað er hægt að gera til þess að losna við kvíða/áhyggjur? 6. Hver gæti hjálpað okkur við að losna við kvíða/áhyggjur? 7. Hvað getur þú gert til að hjálpa vini með sínar áhyggjur? Láttu mig vera! Hópverkefni – lausnaleit Í þessu verkefni er hugmyndaauðgi og lausnaleit barnanna nýtt til vinnu. 1. Nemendur teikna allir saman einn stóran áhyggjupúka á stórt blað/töflu. 2. Börnin skrifa/teikna sínar hugmyndir á litla miða og tilgreina hvernig hægt er að losna við áhyggjur. 3. Miðarnir eru svo límdir á púkann. 4. Úr verður verkefni með stórum áhyggjupúka en mörgum lausnum um hvernig takast á við vandann.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=