Láttu mig vera! Áhyggjupúkar

28 Hugmyndir að verkefnum Persónan þín Einstaklingsverkefni Nemendur velja mynd af persónu á netinu sem kennari prentar út. Þeir setja síðan stóra og smáa áhyggjupúka inn á hana með tal- og/eða hugsanablöðrum. Nemendur skrifa eða teikna áhyggjur sínar inn í blöðrurnar. 1. Nú mátt þú búa til þína eigin sögupersónu sem hefur áhyggjupúka. 2. Persónan hefur tvo stóra áhyggjupúka og tvo litla og einn hjálplegan áhyggjupúka. 3. Þú mátt ráða hvers konar áhyggjur persónan hefur. 4. Hvað heldur persónan að gerist? 5. Hjálpum persónunni að vera áhyggjuspæjari: • Hvað hefur áður gerst við svipaðar aðstæður? • Hvað hefur komið fyrir aðra í svipuðum aðstæðum? • Hvað er líklegast að muni gerast? 6. Hjálpaðu sögupersónunni að sigrast á púkunum. Hvernig er hægt að hjálpa henni?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=