Láttu mig vera! Áhyggjupúkar
27 Með því að leita svara við þessum spurningum er hægt að reyna að skýra hvort hugsanlegar afleiðingar séu fleiri en aðeins þær slæmu sem barnið óttast. Í samtalinu gæti barnið fengið nýjar hugmyndir um mögulegar afleiðingar með því að hugsa hvað hefur komið fyrir aðra í svipuðum aðstæðum. Markmiðið er að út frá því geti barnið áttað sig á að það sem það hræðist muni líklega ekki gerast. Í hnotskurn • Kvíði er eðlilegur í hófi og er náttúrulegt viðbragð, leið náttúrunnar til að komast af og því mikilvægt að muna að kvíði og hegðun í kvíðaástandi, er leið barnsins til að tryggja öryggi sitt. Kvíði getur hins vegar varnað eðlilegum þroska ef hann hamlar barni í daglegu lífi þess. • Alvarleiki kvíða er oft metinn út frá hamlandi einkennum, svo sem: missir barn af tækifærum til þroska eða missir það af ánægjulegum athöfnum? • Ef áhyggjur eða kvíði reynist óviðráðanlegur eða hefur verulega hamlandi áhrif á barnið, ráðfærið ykkur þá við sérfræðing varðandi frekari stuðning og ráðgjöf. Heimildir Freeman, Epston og Lobovits. (1997). Playful approaches to serious problems. Narrative therapy with children and their families . New York: W.W. Norton & Company. Rapee, R. M., Wignall, A., Spence, S. H., Cobham, V. & Lyneham, H. (2016). Ráð handa kvíðnum krökkum. Fyrir fjölskyldur barna og unglinga sem glíma við kvíða . Reykjavík: Tourettesamtökin á Íslandi.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=