Láttu mig vera! Áhyggjupúkar

26 Mikilvægt að hafa í huga Kvíði getur komið fram hjá barni á ýmsa vegu. Börn finna fyrir kvíðanum í hugsunum og líkama sínum og einnig kemur hann fram í hegðun þeirra. Náttúrulegur tilgangur þessara viðbragða er að vernda einstaklinginn fyrir hugsanlegri hættu. Hugsanatengd einkenni geta t.d. verið: Ótti gagnvart breytingum, ótti um það sem gæti farið úrskeiðis, barnið verði sér til skammar eða meiðist eða einhver nákominn verði fyrir skaða. Líkamleg einkenni geta t.d. verið: Maga- eða höfuðverkur, niðurgangur, sviti í lófum, hraður hjartsláttur, örari öndun, skjálfti eða eirðarleysi. Hegðunartengd einkenni geta t.d. verið: Sýna andstöðu við og reyna að forðast að mæta nýjum eða tilteknum aðstæðum, mikil þörf fyrir hughreystingu eða sífelldar spurningar um hvað sé framundan. Áhyggjuspæjari Tilgangurinn er að aðstoða börnin við að skilgreina áhyggjur sínar og að finna leiðir til að takast á við þær tilfinningar. Það felur í sér að leita vísbendinga og finna sönnunargögn með nokkrum spurningum til að skilgreina hvort um raunverulegt áhyggjuefni sé að ræða. • Hvað hefur áður gerst við svipaðar aðstæður? • Hvað hefur komið fyrir aðra í svipuðum aðstæðum? • Hvað er líklegast að muni gerast?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=