Láttu mig vera! Áhyggjupúkar

25 Samhliða sögunni eru umræðuspurningar sem hinn fullorðni lesandi er hvattur til að nýta í samræðum sínum við barnið/börnin. Með því að hlusta á barnið getur sá fullorðni aðstoðað það við að finna sína eigin lausn á vandanum og eflt skilning þess á eigin tilfinningunum. Bókin er byggð á frásagnarnálgun (e. narrative approach) þar sem áherslan er á að „vandamálið er vandamálið, einstaklingurinn er ekki vandamálið“. Það að skilja einstaklinginn frá vandanum er góð leið til að hvetja börn til að takast á við vandann og eyða honum. Barnið er ekki vandamál heldur barn sem er að takast á við vandamál – það gagnast vel þegar að því kemur að styrkja sjálfsmynd barnsins og auka vellíðan þess. Að gera vandann úthverfan er börnum eðlislægt og passar vel við hvernig þau eru vön að fást við erfiðleika, með hinum öflugu námstækifærum sem felast í ímyndunarleikjum: Frásagnarnálgunin skapar létt andrúmsloft þar sem börnum er boðið að vera hugmyndarík um að takast á við vandann. Þegar barnið áttar sig á því að vandamálið er viðfangsefni gagnrýninnar, og ekki barnið sjálft, þá er líklegt að það fari að tjá sig um vandann og þá hamlandi þætti sem honum fylgja. Börnin eiga þá auðveldara með að viðurkenna að vandinn veldur þeim eða öðrum vanlíðan og geta rætt málin af hreinskilni. Kjarni aðferðarinnar er að vandinn sé ekki óumbreytanlegur þáttur í eðli einstaklingsins, heldur atriði sem hægt er að takast á við og lagfæra. Ábyrgðin á því að takast á við vandann liggur að mestu hjá barninu en það þarf að geta gengið að því sem vísu að fá aðstoð hjá fullorðnu fólki sem það þekkir og treystir ef það þarf á því að halda.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=