Láttu mig vera! Áhyggjupúkar
24 Láttu mig vera! – Áhyggjupúkar fjalla um púka sem búa innra með sérhverju okkar. Þeir tákna tilfinningu sem börn (og fullorðnir) þekkja og kynna fyrir barninu verkfæri til að takast á við vandann. Bókin er hugsuð fyrir kennara til að leiða samverustund með nemendum sínum þar sem rætt er um hvernig bregðast má við eða vinna með þessar tilfinningar. Kvíði hefur verið vaxandi vandamál í samfélaginu okkar undanfarin ár og mikil- vægt er að gerð sé grein fyrir því að það er eðlilegt að upplifa kvíðatilfinningu, það sé partur af lífinu og því að vilja standa sig vel. Í sumum tilfellum geta áhyggjur einnig verndað okkur fyrir hættu. Þó getur þessi sama tilfinning stundum verið hamlandi og þá er mikilvægt að finna heilbrigða leið til að takast á við hana. Það er gert með því að læra að þekkja sínar eigin tilfinningar og æfa sig í tilfinningastjórnun. Til þess fullorðna: Ef áhyggjur eða kvíði reynist óviðráðanlegur eða hefur verulega hamlandi áhrif á barnið, ráðfærið ykkur þá við sérfræðing varðandi frekari stuðning og ráðgjöf. Kennsluleiðbeiningar Láttu mig vera! – Áhyggjupúkar
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=