Láki Máni og þjófahyskið

Litakassar En það búa fleiri í húsinu. Tveir fimmtán ára litakassar búa þar líka. Þeir heita Klara og Karítas og eru tvíburar. Klara og Karítas eru systur Láka Mána. Þær mála sig mikið í framan. Stundum líta þær út eins og indíánar á leið í stríð. Systurnar nota bláa skugga, svarta blýanta og bleika varaliti. Láka Mána finnst þær líkjast skrítnum fuglum úr dýragarði. Hvers vegna kallar Láki Máni systur sínar litakassa? 6

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=